Hymnodia - Dido og Aeneas
Þetta verður leikin uppsetning með dönsum og sjá kórfélagar í Hymnodiu um öll hlutverk og dans. Óperan er ein sú vinsælasta
frá barokktímanum, enda fjallar hún um ástir og örlög, gullfallegar hirðmeyjar, hryllilegar nornir, drukkna sjómenn, mikla gleði,
ólýsanlega sorg, húmor og drama.
Það er ekki á hverjum degi sem kór syngur heila kóróperu utanað, leikur á sviði, syngur öll hlutverk og dansar þar að auki,
þannig að tónleikarnir eru svo sannarlega einstakir.
Í hlutverkum eru:
Dido: Helena G. Bjarnadóttir
Aeneas: Michael Jón Clarke
Belinda: Jóna Valdís Ólafsdóttir
Second Woman: Halla Jóhannesdóttir
Spirit: Sigrún Arna Arngrímsdóttir
Sorceress: Eyrún Unnarsdóttir
First Witch: Hildur Tryggvadóttir
Second Witch: Elvý G. Hreinsdóttir
Sailor: Hjalti Jónsson
Barokksveitina skipa atvinnuhljóðfæraleikarar frá Norðurlandi og Reykjavík. Leiðari er Lára Sóley Jóhannsdóttir.
Arna Valsdóttir hannar sviðsmynd.
Ingibjörg Björnsdóttir semur dansa og stjórnar þeim.
Tónlistarstjóri er Eyþór Ingi Jónsson.
Leikstjóri er Guðmundur Ólafsson.