iLo í Hofi á fimmtudaginn
Næstu tónleikar í Listviðburðaröð VERÐANDI eru tónleikar iLo, sem er listamannsnafn Einars Óla Ólafssonar. iLo, sem hefur getið sér gott orðspor síðustu þrjú ár sem laga- og textahöfundur hér á Akureyri, býður ásamt vel völdum hljóðfæraleikurum uppá sína flottustu tónleika til þessa. Tónleikarnir fara fram fimmtudaginn 3. júní klukkan 20 í Menningarhúsinu Hofi. Miðasala er hér.
Þar á eftir er komið að þeim Höllu Ólöfu Jónsdóttur söngkonu og Steinunni Hailer Halldórsdóttur píanóleikara. Á tónleikunum flytja þær nokkur af sönglögum Jórunnar Viðar en í desember 2018 voru 100 ár liðin frá fæðingu hennar. Af því tilefni er ástæða til að halda sígildri og fallegri tónlist hennar áfram á lofti. Tónleikarnir fara fram fimmtudaginn 10. júní klukkan 20. Miðasala er hér.
Listviðburðaröð VERÐANDI í tilefni af 10+1 árs afmæli Menningarhússins Hofs.