Innrásarvíkingarnir - uppistand
25.08.2011
-
25.08.2011
Beggi blindi á að baki langan uppistandsferil frá því hann sigraði Fyndnasta mann MH 2004 og hefur komið fram um allt landið. Húmorinn hans
gefur svarta sýn á tilveruna, enda er hann blindur eins og nafnið gefur til kynna.
Rökkvi hefur komið fram á Íslandi, Írlandi, Englandi, Hollandi, Belgíu og Kanada, þar sem hann vann í fyrstu umferð af Great Canadian Laugh Off keppninni árið 2006. Hann var með þáttinn „Hinn eini sanni“ á Útvarpi Sögu 2008 og gerði grínlögin „Kartöflugeymsluna“ og „Dóra feita“. Hann er einnig þekktur fyrir allskyns sprell eins og að hlaupa niður Laugaveginn í Borat skýlu um hábjartan dag. Rökkvi er skömmustulaus, illkvittinn og ósérhlífinn uppistandari sem lætur allt flakka.
Elva Dögg Gunnarsdóttir er tiltölulega ný í uppistandi en hefur fljótt gripið mikla athygli í bransanum. Hún er eini uppistandarinn á Íslandi með Tourette heilkenni og er frumlegur og blátt áfram grínisti sem gerir óspart grín að sjálfri sér og tilverunni.
Miðasala fer fram hér á vefnum og við innganginn.
Miðaverð aðeins 1.500 kr.
Rökkvi hefur komið fram á Íslandi, Írlandi, Englandi, Hollandi, Belgíu og Kanada, þar sem hann vann í fyrstu umferð af Great Canadian Laugh Off keppninni árið 2006. Hann var með þáttinn „Hinn eini sanni“ á Útvarpi Sögu 2008 og gerði grínlögin „Kartöflugeymsluna“ og „Dóra feita“. Hann er einnig þekktur fyrir allskyns sprell eins og að hlaupa niður Laugaveginn í Borat skýlu um hábjartan dag. Rökkvi er skömmustulaus, illkvittinn og ósérhlífinn uppistandari sem lætur allt flakka.
Elva Dögg Gunnarsdóttir er tiltölulega ný í uppistandi en hefur fljótt gripið mikla athygli í bransanum. Hún er eini uppistandarinn á Íslandi með Tourette heilkenni og er frumlegur og blátt áfram grínisti sem gerir óspart grín að sjálfri sér og tilverunni.
Miðasala fer fram hér á vefnum og við innganginn.
Miðaverð aðeins 1.500 kr.