Fara í efni

Íslandsbanki í samstarf við Hof

Karl Frímannsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslands…
Karl Frímannsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og Ingi Björnsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri.
Hin góða aðstaða í Hofi hefur gert það að verkum að framboð hefur stóraukist á menningarviðburðum á Norðurlandi sem hefur haft jákvæð áhrif á menningarlíf Norðlendinga og samfélagið í heild, svo sem verslun, þjónustu og aðra atvinnuuppbyggingu.

„Íslandsbanki hefur í gegnum tíðina styrkt margvíslegt menningarstarf. Í því sambandi er mikilvægt  að horfa líka út fyrir höfuðborgina og efla menningu víða um land.  Það er afar ánægjulegt að taka þátt í því frábæra menningarstarfi sem fer fram hér í Hofi sem viðskiptavinir Íslandsbanka sem og Norðlendingar allir munu njóta góðs af í framtíðinni,“ segir Ingi Björnsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri í tilkynningunni.

„Við erum stolt af því að fá Íslandsbanka sem einn af bakhjörlum Menningarhússins Hofs til næstu þriggja ára. Það skiptir okkur miklu máli að vera í góðu samstarfi við fyrirtæki og þjónustuaðila, ekki síður en listamenn og gesti sem heimsækja Hof. Það að fyrirtæki sjái sér hag í að tengjast Hofi felur í sér ákveðna viðurkenningu á mikilvægi starfseminnar og gildi hennar í atvinnuuppbyggingu,“  segir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Hofs.
Til baka