Íslenska óperan - Perluportið
Fjórir heimilisleysingjar gramsa í ruslatunnum í óhrjálegu porti. Hverjum hefði dottið í hug að þar leyndust skínandi perlur óperubókmenntanna?
Tónlist úr óperum á borð við Carmen, Gianni Schicchi, La traviata, Rakarann í Sevilla – og að sjálfsögðu Perlukafarana, öðlast nýtt líf í þessari stórskemmtilegu sýningu úr smiðju Ágústu Skúladóttur og félaga. Fylgist með nokkrum af færustu söngvurum Íslands flytja ódauðleg meistaraverk í sprellifandi og sprenghlægilegum búningi!
Söngvarar í sýningunni eru Ágúst Ólafsson, Gissur Páll Gissurarson, Hulda Björk Garðarsdóttir og Valgerður Guðnadóttir, en píanóleikari er Antonía Hevesi.
Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir, leikmynd gerir Guðrún Öyahals, um búninga sér Katrín Þorvaldsdóttir en lýsingu annast Magnús Arnar Sigurðarson.