Fara í efni

Íslenski dansflokkurinn

Minus 16 er eftir Ohad Naharin rokkstjörnu dansheimsins. Glettið og beinskeitt verk sem hefur slegið í gegn um allan heim. Mínus 16 brýtur niður múra á milli flytjenda og áhorfenda og spannar skalann frá Dean Martin til cha-cha-cha.

Aurora velgerðasjóður styrkir uppsetningu Minus 16.

Groβstadtsafari er eftir Grímuverðlaunahafann Jo Strömgren. Groβstadtsafari er kraftmikið og spennuþrungið dansverk sem gefur dönsurum flokksins tækifæri til að sýna hvað í þeim býr.

*****
Mögnuð lífsreynsla. Ég hef aldrei upplifað aðrar eins tilfinningar á danssýningu. Þetta var byltingarkennt. Þessa sýningu verða allir að sjá!
DV

****
Dansverkið var gamansamt og kraftmikið. Minus 16 er ögrandi en skondið verk sem vekur upp löngun í meira.
Fréttablaðið

Til baka