Fara í efni

Íslenski dansflokkurinn kemur í Hof

Sýnd verða tvö ólík verk sem bæði höfða þó til breiðs áhorfendahóps. Fyrra verkið ber nafnið Groβstadtsafari og er eftir Norðmanninn Jo Strömgren en verk eftir hann hafa verið sýnd í yfir 50 löndum. Verkið var frumsýnt þann 4. mars 2011 og fékk frábærar viðtökur hjá áhorfendum sem og gagnrýnendum.

Groβstadtsafari fjallar um þá streitu og öngþveiti sem byggist upp í fjölmenni borgarlífsins. Þetta er kröftugt dansverk sem gerir miklar tæknilegar kröfur til dansaranna.  Bryndís Schram á pressan.is sagði meðal annars í sínum dóm „verkið var geggjað flott og vitnaði enn um samstillingu og tæknilega yfirburði flokksins“ og bætti svo við „flott show –svolítið í anda söngleikjanna - en þó öllu dramatískara“.

Seinna verkið heitir Minus 16 og var frumsýnt þann 4. febrúar síðastliðinn á Stóra sviði Borgarleikhússins og fékk frábærar viðtökur hjá áhorfendum sem og gagnrýnendum.

Minus 16 er eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin og hefur farið sigurför um heiminn. Þetta er glettið og beinskeitt verk sem brýtur niður múra milli flytjenda og áhorfenda og spannar skalann frá Dean Martin til cha-cha-cha, frá techno poppi til hefðbundinnar þjóðlagatónlistar Ísraela. Kristjana Guðbrandsdóttir á DV gaf verkinu fimm stjörnur þar sem hún sagði  sýninguna vera: „Magnaða lífsreynslu“ og að „útkoman var stórglæsileg og kemur skemmtilega á óvart“. Sesselja G. Magnúsdóttir á Fréttablaðinu gaf verkinu fjórar stjörnur og fannst „Minus 16 vera ögrandi en skondið verk sem vekur upp löngun í meira“.

Nánari upplýsingar í miðasölu Hofs s. 450 1000 og hér. 

Örnámskeið í nútímadansi

Samhliða sýningunni mun Íslenski dansflokkurinn bjóða uppá tvö stutt námskeið í nútímadansi þann 5. mars í Hofi. Markmiðið með þessum námskeiðum er að kynna listdans og gefa þátttakendum kost á að upplifa listgreinina af eigin raun.

Námskeið fyrir 16 ára og yngri verður frá kl. 14:00-15:30 en frá kl. 16:00- 17:30 fyrir þá sem eldri eru.

Sendið tölvupóst á gunnar@id.is fyrir nánari upplýsingar og skráningu.


Myndbönd

http://www.youtube.com/watch?v=TvBQytMHAuY

Til baka