Fara í efni

Íslenski flautukórinn

Íslenski flautukórinn hefur vakið athygli fyrir frumflutning á nýrri tónlist þar sem hann hefur komið fram m.a. á tónlistarhátíðunum Norrænum músíkdögum og Myrkum músíkdögum.

 Skemmst er að minnast tónleika kórsins á alþjóðlegri ráðstefnu The National Flute Association í New York í ágúst 2009 þar sem frumfluttur var flautukonsertinn Lux eftir Huga Guðmundsson, sérstaklega saminn fyrir flautukórinn og Melkorku Ólafsdóttur af því tilefni. Verkið mun hljóma í Hofi á tónleikum flautukórsins en auk þess verk eftir Telemann,Handel, Fauré, Debussy og Þuríði Jónsdóttur. Þá verður einnig frumflutt úsetning eftir Michael Jón Clarke á þjóðlaginu Móðir mín í kví kví, sérstaklega skrifuð fyrir tilefnið.

Í Íslenska flautukórnum er leikið á allar flautur fjölskyldunnar og gott betur en það eins og heyra má á tónleikunum.

Gestir flautukórsins á tónleikunum verða norðlenskir flautuleikarar og nemendur auk Páls Barna Szabó á fagott og Þórarins Stefánssonar á píano.

Einleikari í flautukonsertinum Lux er Melkorka Ólafsdóttir og stjórnandi er Hallfríður Ólafsdóttir, leiðandi flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Til baka