Fara í efni

Ísold rokkar

Á efnisskránni eru m.a. lög sem þekkt eru í flutningi Bítlanna, The Beach Boys, Muse, Duke Ellington, Black eyed peas, Eivör og mörgum öðrum frábærum tónlistarmönnum. Kórinn mun syngja djass, rokk, ballöður, rapp, spuna, þjóðlög og í raun hinar ólíklegustu tónlistarstefnur. 

Daníel Þorsteinsson hefur gert framúrskarandi góðar útsetningar fyrir þetta tilefni. Hljómsveitina skipa Daníel Þorsteinsson píanóleikari, Matti Saarinen gítarleikari, Stefán Ingólfsson bassaleikari og Hjörleifur Örn Jónsson slagverksleikari. Ísold hefur fengið frábæra hljóð- og ljósamenn til að upplifunin af tónleikunum verði sem mest.

Þessir tónleikar verða svo sannarlega ekki líkir venjulegum kórtónleikum. Ísold hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri fyrir afar vandaðan söng og heillandi framkomu. Stjórnandi kórsins er Eyþór Ingi Jónsson. Tónleikarnir eru hluti af Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju 2011.

Miðaverð á tónleikana er einungis 1.500 kr.

Frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Hægt er að nálgast miða í miðasölu Hofs.

Til baka