Íþróttakona og íþróttakarl Akureyrar kjörin í Hofi
29.01.2024
Kjör á íþróttakonu og íþróttakarli Akureyrar fer fram í Menningarhúsinu Hofi á miðvikudaginn, 31. janúar.
Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi þar sem kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar verður lýst en þetta er í 45. sinn sem íþróttafólk Akureyrar er heiðrað.
Dagskrá hátíðar:
- Hátíðin sett af formanni ÍBA
- Ávarp formanns fræðslu og lýðheilsuráðs
- Kynning á Íslandsmeisturum 2023
- Kynning á heiðursviðurkenningum Fræðslu- og lýðheilsuráðs
- Styrkveiting úr Afrekssjóði Akureyrar
- Kynning á tilnefningum tíu efstu til Íþróttafólks Akureyrar 2023
- Kjöri íþróttkarls og íþróttakonu Akureyrar 2023 lýst
Athöfnin er opin öllum. Húsið opnar klukkan 17 en athöfnin hefst kl. 17:30. Hér er hægt að sjá efstu tilnefningar.