Fara í efni

Jólasýning í Hofi

Hugrún er Akureyringur, menntuð í útstillingahönnun frá Dupont Danmarks Dekoratørfagskole í Kaupmannahöfn. Hún er sjálfstætt starfandi hönnuður og starfar jöfnum höndum við útstillingar og eigin verkefni.

„Hugmyndin af því að nota þjóðararfinn í hönnun minni kviknaði þegar ég var búsett í Noregi. Þar kynntist ég gömlum handverkshefðum og lærði að meta handverk sem byggir á þjóðlegum arfi og þeim skemmtilegu sögum sem fylgja oft slíkum gripum.“

Vinnan við Laufabrauðsverkefnið hófst árið 2001. Haldinn var laufabrauðsdagur þar sem safnaðist saman hópur fólks sem lagði verkefninu lið með að skera út listilegar laufabrauðskökur sem voru varðveittar. Laufabrauðsdagurinn varð að árvissum viðburði.

Hugrún stofnaði Laufabrauðssetrið árið 2009 en þar er leitast við að halda á lofti þessu fallega handverki og einstöku hefð. Vörulína sem Hugrún hefur verið að hanna og þróa undanfarin ár er fáanleg þar, auk þess sem fagurlega skreyttar laufabrauðskökur eru til sýnis.

Til baka