Jólatónleikar Gospelkórs Akureyrar
Á efnisskrá jólatónleikana verða gömul íslensk og erlend jólalög og önnur nýleg eftir óþekktari höfunda. Einnig verður á dagskránni frumsamið efni sem ekki hefur verið sungið áður opinberlega.
Gospelkór Akureyrar var stofnaður árið 2004. Markmið kórsins er að flytja trúarlega tónlist af ýmsum toga með söng og hljóðfæraleik, styrkja kórfélaga innbyrðis og stuðla að jákvæðum uppbyggjandi félagsskap. Meðlimir kórsins telja oftast um 40 manns en fjöldinn er breytilegur milli ára. Sumir kórfélagar hafa verið með frá upphafi en á hverri önn koma inn nýir einstaklingar bæði íslenskir og erlendir. Fyrir því eru ýmsar ástæður, fólk kemur í skóla, sjálfboðavinnu, eða aðra vinnu til Akureyrar í skamman tíma. Kórinn er opinn fyrir 16 ára og eldri. Stjórnendur kórsins eru Anna Júlíana Þórólfsdóttir og Olga Ásrún Stefánsdóttir.