Jólatónleikar TA
12.12.2012
Í dag, miðvikudaginn 12. desember kl. 18 verða jólatónleikar Tónlistarskólans á Akureyri og fram koma blásara- og strengjasveitir skólans ásamt kór sem að stærstum hluta er skipaður nemendum í forskóla og tónæði. Það eru þær Kati Saarinen og Margrét Árnadóttir sem hafa undirbúið kórinn. Einsöngvari á tónleikunum er Þorbjörg Una Hafsteinsdóttir.
Efnisskráin er fjölbreytt þó jólalögin skipi stóran sess og lýkur tónleikunum þar sem allir þáttakendur koma fram og flytja útsetningu eftir Alberto Porro Carmona á Jólin jólin allstaðar og verða þá vel á annað hundrað manns á sviðinu.
Stjórnendur hljómsveitanna eru Alberto Porro Carmona, Ásdís Arnardóttir, Eydís Úlfarsdóttir og Guðmundur Óli Gunnarsson.
Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis