Kanna reynsluheim unglinga
Mynd: Auðunn Níelsson
„Sýning sumarsins er verkefni sem er þróað í samvinnu við leikhópinn,“ segir Vala Fannell sem leikstýrir Leikfélagi unga fólksins sem er nýtt atvinnuleikhús á Akureyri þar sem krakkar fá tækifæri til að vinna í faglegu um hverfi og segja sögur úr sínum raunveruleika.
Verkið fjallar um þær margslungnu hindranir og áskoranir sem móta sjálfsmynd unglingsáranna eins og t.d. einelti, kvíði, líkamsímynd, kynvitund, samfélagsmiðlar og almenn samskipti við jafningja sem og fullorðna. „Við erum að kanna reynsluheim ungs fólks í dag í gegnum rannsóknarvinnu, spuna og ýmsar æfingar til að gefa áhorfendum innsýn inn í þennan heim. Við vonum að verkefnið stuðli að lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu og verði þar með hluti af forvarnarstafi þar sem þessi aldurshópur fær tækifæri til að láta til sín heyra og tjá sig um þau málefni sem liggja þeim á hjarta,ׅ“ segir Vala.
Leikhópurinn er skipaður sjö ungum stúlkum á aldrinum 14 til 16 ára en prufur fóru fram í lok júní. Æfingar fara fram í júlí og ágúst en frumsýnt verður í Samkomuhúsinu 23. ágúst.