KÍTÓN Klassík í Hofi
03.05.2018
Fyrstu tónleikarnir í nýrri tónleikaröð KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, fara fram í Hofi sunnudaginn 6. maí.
Þetta er fyrsta klassíska tónleikaröð félagsins og á þessum fyrstu tónleikum flytja Erla Dóra Vogler, mezzósópran, og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari, sönglög eftir Jórunni Viðar. Heiðra þær Jórunni í tilefni af aldarafmæli hennar, en hún er á meðal dáðustu tónskálda þjóðarinnar og var mikill frumkvöðull á því sviði. M.a. var hún fyrsta íslenska konan með próf í tónsmíðum, fyrst íslendinga til að semja kvikmyndatónlist, samdi fyrsta íslenska ballettinn og fyrsta píanókonsertinn í fullri lengd.
Alls verða tónleikarnir í þessari nýju tónleikaröð 8 talsins, 4 í Hofi og 4 í Reykjavík.