Fara í efni

Kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasaki árið 1945 og afleiðingar þeirra

Allir velkomnir á sýningaropnun í Hofi laugardaginn 13. október kl. 14.

Ljósmynda- og fræðslusýning sem fjallar um kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasaki árið 1945 kemur til Íslands á vegum Nagasaki minningarsafnsins, The Nagasaki National Peace Memorial Hall for the Atomic Bomb, sem starfar á vegum japanska velferðarráðuneytisins og hefur það hlutverk að vinna með fræðslu og upplýsingamiðlun að því markmiði að kjarnorkuvopnum verði aldrei beitt aftur og jafnframt að varðveita minningu þeirra sem létust í kjarnorkuárásunum eða vegna afleiðinga þeirra.

Samstarfsaðilar á Íslandi fyrir utan Menningarhúsið Hof eru Utanríkisráðuneytið, Borgarbókasafn Reykjavíkur, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum  tungumálum við Háskóla Íslands, Listasafn Reykjavíkur,  Íslensk-japanska félagið, Samstarfshópur friðarhreyfinga, Takanawa ehf., sendiráð Íslands í Japan og sendiráð Japans á Íslandi.

Sýningin fjallar á áhrifamikinn hátt um geigvænleg áhrif kjarnorkusprenginganna á íbúa og mannvirki í Hírósíma og Nagasaki, um skammtíma- og langtímaáhrif kjarnorkusprengna á líf og heilsu, áhrif tilrauna með kjarnavopn á menn og dýr, útbreiðslu kjarnorkuvopna og tilraunir til að hefta hana og eyða kjarnorkuvopnum með alþjóðlegum samningum. Sýningin er ákall til þjóða heims um að útrýma kjarnorkuvopnum.

Allir velkomnir á sýningaropnun í Hofi laugardaginn 13. október kl. 14.

Sýningin fer fram í opnum rýmum Hofs og er opin öllum á opnunartíma hússins 13. -29. október. Nánar um sýninguna hér.

Til baka