Fara í efni

Klassískar perlur á síðsumri með fiðlusmellum og sönglögum í Hofi

Þriðju fimmtudagstónleikar sumarsins í tónleikaröð 1862 Nordic Bistro og Menningarfélags Akureyrar verða haldnir í Hofi fimmtudagskvöldið 4. ágúst kl. 20.00 

Það eru þau Lára Sóley Jóhannsdóttir, Daníel Þorsteinsson og Hjalti Jónsson sem munu flytja  klassískar söngperlur og létta fiðlusmelli í Hömrum þetta fimmtudagskvöld.  Alþýðleg og ljúf stemning mun ráða ríkjum og munu gestir tónleikanna geta gætt sér á veitingum bístrósins á meðan tónleikunum stendur. 

Lára Sóley er fiðluleikari og spilar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hún var bæjarlistamaður Akureyrar 2015 og þakkaði fyrir sig með eftirminnilegum tónleikum fyrir fulli húsi í Akureyrarkirkju í vor. Daníel Þorsteinsson píanisti er sterkt afl í íslenskri tónlist og hefur m.a. stjórnað  Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hjalti Jónsson er söngmaður og gítarleikari.  Þau Hjalti og Lára hafa síðastliðin tvö ár haldið fjölmarga tónleika saman um allt land.

Miðasala er á mak.is og í Hofi tveimur tímum fyrir tónleika.

Til baka