Fara í efni

Kórahátíð í dag - allir velkomnir

Menningarhúsið Hof í samstarfi við Hótel KEA og Norðurorku stendur fyrir Kórahátíð í Hofi þann 27. október. Kórar af öllu Norðurlandi eru skráðir til leiks og hefst kórsöngur í Hamraborg kl. 10.30 og munu kórarnir koma fram einn af öðrum til kl. 15.30 en þá sameinast þeir allir undir stjórn Eyþórs Ingi Jónssonar og flytja þrjú lög, þar af tvö eftir heiðurstónskáld hátíðarinnar, Birgi Helgason.

Í tilefni af 150 ára afmælis Akureyrarbæjar leitast kórarnir við að leggja áherslu á tónlist tengda Akureyri.

Kórsöngur í Hamraborg

10:30 Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls. Stjórnandi: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
10:50 Kór Glerárkirkju. Stjórnandi: Valmar Valjaots.
11:10 Kirkjukór Laufáss og Grenivíkursóknar/Kór Svalbarðskirkju. Stjórnandi: Petra B. Pálsdóttir
11:30 Kirkjukór Ólafsfjarðar. Stjórnandi: Ave Kara Tonisson.
11:50 Í fínu formi, kór eldri borgara á Akureyri. Stjórnandi: Petra Björk Pálsdóttir.
12:10 Kirkjukór Laugalandsprestakalls. Stjórnandi: Daníel Þorsteinsson.
12:30 Söngfélagið Sálubót. Stjórnandi: Jaan Alavere.
12:50 Salka Kvennakór. Stjórnandi: Páll Barna Szabó.
13:10 Kvennakór Akureyrar. Stjórnandi: Daníel Þorsteinsson.
13:30 Sólseturskórinn. Stjórnandi: Sigurður Hallmarsson.
13:50 Kvennakórinn EMBLA. Stjórnandi: Roar Kvam.
14:10 Kirkjukór Hvammstanga. Stjórnandi: Pálína Fanney Skúladóttir.
14:30 Kvennakórinn Sóldís. Stjórnandi: Sólveig Sigríður Einarsdóttir.
14:50 Kór Akureyrarkirkju. Stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson.
15:15 Kórar koma sér fyrir í Hamraborg
15:30 Flutningur á sameiginlegum lögum. Stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson.
16:00 Kórahátíð lýkur

 

Dynheimar kl. 11:00/12:00

Líkamsstaða og beiting í kór -fyrirlestur Þórhalls Guðmundssonar, sjúkraþjálfara frá Eflingu.

Hamrar kl. 10:30/12:30

Leikfimi í sambatakti -Hafdís Árnadóttir, listrænn stjórnandi Kramhússins stjórnar orkugefandi æfingum sem styrkja og liðka líkama og sál.

Hamrar kl. 11:30/13:30

Að vera í kór -Margrét Pálmadóttir, kórstjóri  flytur erindi um kórastarf.


Miðasala Hofs verður opin frá kl. 10:00-16:30. Til sölu verður varningur tengdur kórum hátíðarinnar.

Aðgangur að hátíðinni er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.


 



Til baka