Fara í efni

Kristín Sóley ráðin verkefnastjóri hjá MAK

Menningarfélag Akureyrar hefur fengið Kristínu Sóleyju Björnsdóttur til liðs við sig í starf verkefnastjóra á sviði kynningar- og viðburðamála.
Það er mikill fengur fyrir MAk að fá Kristínu Sóleyju til starfa. Hún hefur víðtæka þekkingu á sviði viðburða- og markaðsmála auk þess að hafa sinnt bæði rekstri og stjórnun.

Kristín Sóley er með meistaragráðu í menningarlandfræði með áherslu á ferðamál frá Viðskiptaháskólanum í Gautaborg. Hún hefur víðtæka reynslu í verkefna- og viðburðastjórnun og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á sviði menningarmála og ferðaþjónustu. Kristín Sóley starfaði sem forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála.  Hún hefur auk þess starfað sem verkefnastjóri viðburða og menningarmála hjá Akureyrarstofu og kynningarstjóri Minjasafnsins á Akureyri  en samhliða því sinnti hún starfi framkvæmdastjóra Gásakaupstaðar ses.

Menningarfélag Akureyrar býður Kristínu Sóleyju velkomna til starfa.

Til baka