Fara í efni

Króli er Tóti tannálfur

Tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, leikur Tóta tannálf í söngleiknum um Benedikt búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson í uppsetningu Leikfélags Akureyrar.

„Ég get eiginlega ekki beðið eftir því að koma norður. Ég ólst upp við leikritið á spólu þannig að þetta verður mjög áhugavert og spennandi,“

segir Króli sem sló í gegn ásamt JóaPé árið 2017 með laginu B.O.B.A en platan þeirra, Afsakið hlé, var mest selda plata ársins 2018 á Íslandi. Króli fékk leiklistarbakteríuna sem krakki, lék í myndinni Bjarnfreðarson og í tveimur leikritum í Þjóðleikhúsinu og svo nýlega í kvikmyndinni Agnes Joy og tók þátt í söngleiknum We Will Rock You.

Með hlutverk Benedikts búálfs og Dídí mannabarns fara þau Árni Beinteinn Árnason og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Með önnur hlutverk fara Birna Pétursdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Björgvin Franz Gíslason og Hjalti Rúnar Jónsson.

 

Söngleikurinn verður settur upp í Samkomuhúsinu í febrúar 2021.

Til baka