Fara í efni

Krufning á sjálfsmorði samstarfsverkefni Leikfélags Akureyrar, LHÍ og Þjóðleikhússins

Útskriftarnemendur leikarabrautar LHÍ takast á við nýtt og ögrandi samtímaleikverk sem vakið hefur verðskuldaða athygli um allan heim. Krufning á sjálfsmorði  eftir Alice Birch verður frumsýnt sunnudaginn 30. maí nk. í Kassanum.

Sýningin er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands, Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar og er hluti af útskriftarhátíð LHÍ.

 

Hvað mótar persónu okkar mest? Erfðir, uppeldi eða samfélagsleg áhrif?

Við fylgjumst með þremur kynslóðum kvenna sem segja sögu sína samtímis á sviðinu.

Hér glíma útskriftarnemarleikarabrautar LHÍ við áleitnar spurningar um dekkri hliðar sálarlífsins og hvernig áhrif áfalla og

sorgar virðast geta varað mann fram af manni. Verkið er hárbeitt í umfjöllun sinni um þær áskoranir sem ungt fólk þarf að takast á við, en leiftrandi samtöl og gráglettið grín gera það um leið stórskemmtilegt.

 

Alice Birch er eitt áhugaverðasta ungaleikskáld Breta. Krufning á sjálfsmorði var frumsýntí Royal Court leikhúsinu í London í leikstjórn Katie Mitchell og hlaut Susan Smith Blackburn-verðlauninárið 2018.

 

Útskriftarnemendur: Níels Thibaud Girerd, Ellen Margrét Bæhrenz, Björk Guðmundsdóttir, Fannar Arnarsson, Urður Bergsdóttir, Örn Gauti Jóhannsson, Stefán Þór Þorgeirsson, Kristrún Kolbrúnardóttir, Almar Blær Sigurjónsson.

 

Einnig koma fram í sýningunni þau Anna María Tryggvadóttir, Arnþrúður Karen Viktorsdóttir og Skúli kanína.

 

Listrænir stjórnendur:

Leikstjóri: Marta Nordal

Með leikstjóri og verkefnastjóri: Anna María Tómasdóttir

Leikmynd og búningar: BrynjaBjörnsdóttir

Tónskáld: Ísidór Jökull Bjarnason

Ljósahönnun: Ólafur ÁgústStefánsson

Þýðing: Salka Guðmundsdóttir

Tæknimaður: Þóroddur Ingvarsson

Leikmyndasmíði: Egill Ingibergsson, Friðjón Ólafssson

Dagskrá:

  1. maí2021 - sun. 20:00
  2. jún. 2021 -þri. 20:00
  3. jún. 2021 - mið. 20:00
  4. jún. 2021 - fim. 20:00
  5. jún. 2021 - fös. 20:00
  6. jún. 2021 - lau. 20:00
  7. jún. 2021 - sun. 20:00

 

Frítt er inn á allar sýningar en panta þarf miða á tix.is.
Sýning er 2 klst og 30 mín með hléi.

 

Til baka