Fara í efni

Kvenfólk- Aukasýningar í janúar og febrúar!

Uppselt hefur verið á allar sýningar frá frumsýningu á þessa frábæru sýningu sem hefur fengið einróma lof gagnrýnanda og áhorfanda. Leikfélag Akureyrar hefur því ákveðið að taka sýninguna upp á nýju ári. Leikverkið Kvenfólk er eftir dúettinn Hund í óskilum sem er skipaður af þeim Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki Stephensen en þeir eru bæði höfundar og flytjendur verksins. Þeir eru þó ekki alveg einir á báti heldur njóta þeir fulltingis kvennahljómsveitarinnar Bríet og bomburnar í sýningunni. Þar fara þeir Hjörleifur og Eiríkur á hundavaði yfir kvennasöguna í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.

Gagnrýnendur og áhorfendur eru á einu máli um þessa frábæru sýningu:

"Súrrealískur og stórskemmtilegur söngfyrirlestur með hárbeittum skilaboðum."SJ - Fréttablaðið. 

“Grjóthörð femínisk grínsýning sem fær bæði harðkjarna feminista og styttra komna til að veltast um að hlátri og tárfella” Sóley Björk Stefánsdóttir - Akureyri Vikublað.

“Mjög vel sviðsett…. pólitískt kvennaleikhús sem er upplýsandi, fræðandi um leið mjög skemmtilegt. Hvet alla sérstaklega ungt fólk, stráka og stelpur að fara og sjá” H.A. - Menningin RÚV.

"Hvet alla þá sem hafa gaman að góðu leikhúsi að drífa sig" Á.Þ.Á - Vikudagur.

 

Sýningin hefur verið sýnd fyrir fullu húsi frá því hún var frumsýnd og nú eru sýningar í nóvember uppseldar.  Því hefur verið ákveðið að taka sýninguna upp á nýju ári og setja í sölu aukasýningar í janúar og febrúar. Búið er að opna fyrir sölu á MAk.is.

Tryggðu þér miða HÉR

Meira fjör
Meira jafnrétti
Sjáumst í Leikhúsinu!

 

Til baka