Fara í efni

Farandsýning - Kvennréttindabaráttan í 100 ár

Kvenréttindabaráttan á Akureyri
Kvenréttindabaráttan á Akureyri

Föstudaginn 1. maí síðast liðinn var opnuð í Hofi farandsýning um kvenréttindabaráttu síðustu 100 ára og er hún á vegum Kvenréttindafélags Íslands í samvinnu við Akureyrarbær og Menningarfélag Akureyrar. Sýningin samanstendur af 8 stórum veggspjöldum, myndskreyttum með stuttum texta á ensku og íslensku.

Sýningin er í tíma- og þemaröð þar sem sagt er frá kvenfélögum, baráttunni fyrir kosningarétti, verkalýðsbaráttunni, kvennafrídeginum og rauðsokkunum, Kvennalistanum og kvennaframboðum 9. áratugarins, Vigdísi Finnbogadóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur, listum kvenna og framtíð jafnréttisbaráttunnar.

Sýningin, sem var fyrst sett upp á samnorrænu jafnréttisráðstefnunni í Svíþjóð sumarið 2014, fer nú hring um landið með viðkomu í hinum ýmsu sveitarfélögum og endar í Reykjavík í desember.

Sýningin verður í Hofi til 29. maí.

Til baka