Kvikmyndagerðanámskeið fyrir 13-19 ára
Kvikmyndagerðarnámskeið LLA og Filmstigen er fyrir öll ungmenni á aldrinum 13-19 ára.
Þar fá nemendur tækifæri til að læra og prófa flest allt sem tengist því að búa til kvikmynd, allt frá handritsgerð, leiklist, leikstjórn, kvikmyndagerð, myndavélatækni, hljóði og lýsingu, klippingu og margt fleira. Námskeiðinu lýkur á að hópurinn gerir stuttmynd.
Filmstigen er félag sem býður reglulega upp á námskeið í kvikmyndum fyrir ungmenni á aldrinum 13-19 ára í Gävleborgsýslu í Svíþjóð. Það hefur verið starfrækt síðan árið 2016.
Kennarar eru Maya Lindh, Siggi Holm og Jenný Lára Arnórsdóttir, en þau munu öll kenna þá hluta námskeiðsins sem þau hafa sérkunnáttu á.
Kennt verður í Undirheimum í Hofi en þó má gera ráð fyrir því að það verði farið um Akureyri til að finna rétta staði fyrir þá senu sem er verið að taka upp. Einnig má gera ráð fyrir að vera utandyra þegar veður er gott. Þá þurfa nemendur að koma með gott nesti en gefið verður hádegishlé til að nærast og hvílast áður en áfram er haldið.
Kennt verður 6.-13. ágúst frá kl. 10-15 alla dagana.
Verð fyrir námskeið er 20.000 kr.
Námskeiðið er styrkt af Nordisk Kulturfund.
Skráning fer fram á Abler - https://www.abler.io/shop/mak