Leikfélag Akureyrar með fjórar Grímu tilnefningar
Leikfélag Akureyrar hlaut fjórar tilnefningar til Grímunnar 2020 en tilnefningarnar voru tilkynntar í gær. Hjalti Rúnar Jónsson er tilnefndur sem leikari ársins í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í fjölskylduverkinu Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist í sviðsetningu Leikhópsins Umskiptinga í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist eftir Umskiptinga hlýtur tilnefningu sem barnasýning ársins.
Lee Proud fær tilnefningu í flokknum dans- og sviðshreyfingar fyrir söngleikinn Vorið vaknar í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Rúnar Kristinn Rúnarsson er tilnefndur sem söngvari ársins í söngleiknum Vorið vaknar í sviðsetningu LA og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Menningarfélag Akureyrar óskar öllum sem hlutu tilnefningu innilega til hamingju.
Hér má sjá allar tilnefningarnar