Fara í efni

Leikhúsbrellur sem ekki hafa sést áður

Aðalleikarar þeir Bjarni og Alexander
Aðalleikarar þeir Bjarni og Alexander

Æfingar á leikritinu Núnó og Júníu eru nú í fullum gangi.  Þetta er hugljúft og spennandi leikrit sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir 18. febrúar næstkomandi. Það eru leikararnir Alexander Dantes Erlendsson, Bjarni Snæbjörnsson og Dominque Gyða Sigrúnardóttir sem leika aðalhlutverkin.  Leikstjóri er Sara Martí Guðmundsdóttir en hún er einnig einn af tveimur handritshöfundum.

Leikgerðin af Núnó og Júníu er skrifuð af Söru Martí Guðmundsdóttir og Sigrúnu Huld Skúladóttur, Þær eru Akureyringum/Norðlendingum vel kunnugar þar sem  þær skrifuðu leikgerð Pílu pínu sem sló í gegn á síðast ári. Sara og Bjarni hafa unnið saman áður fyrir Leikfélag Akureyrar en þau komu bæði að leikritinu Lífið notkunarreglur sem var sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar á sínum tima og naut mikilla vinsælda. 

Núnó og Júnía er fjölskylduleikrit þar sem tekið er á vanda barna og unglinga í nútímasamfélagi á léttum nótum. Verkið er stútfullt af brellum en Júnía, önnur aðal sögupersónan, verður ósýnileg meirihluta þess. Slík leikhúsbrella verður í fyrsta skipti  gerð nú á sviðinu í sögu Leikfélags Akureyrar og jafnvel í fyrsta skipti á landinu öllu! 

 Það er Menningarfélaginu mikið gleðiefni að frumsýna nýtt íslenskt verk á afmælisári Leikfélags Akureyrar. Leikritið veðrur frumsýnt 18. febrúar í Hofi. 

 

 

Hægt er að kaupa miða og lesa nánar um Núnó og Júníu  hér.

 

 

Til baka