Leiklistarnámskeið fyrir fullorðna
Hefurðu reynslu af því að leika og langar að læra meira? Ertu virkur meðlimur í áhugaleikhóp og vilt byrja veturinn með trompi? Hefurðu enga reynslu en langar að prófa að fara út fyrir þægindaramman?
LLA verður með leiklistarnámskeið fyrir fullorðna helgina 23.-24. september. Farið verður í skemmtilegar og krefjandi æfingar og leiki sem efla sjálfstraust, stækka þægindahringinn og virkja ímyndunaraflið. Unnið verður út frá hópnum og hverjum einstakling fyrir sig og er þetta því fullkomið fyrir byrjendur sem og lengra komna!
Námskeiðið er fyrir alla áhugasama, 18 ára og eldri en kennari verður Jenný Lára Arnórsdóttir.
Námskeiðið fer fram laugardag og sunnudag kl. 10:00-15:00 (gert ráð fyrir nestispásu) í Menningarhúsinu Hofi.
Skráning fer fram á Sportabler.
Verð: 40.000 kr.
Lengd: 10 klst
Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda post á lla@mak.is