Leiklistarskóli Leikfélagsins 9 ára
Opnað hefur verið fyrir skráningu á vornámskeið 2017 í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar. Leiklistarskólinn hefur tekið á móti mörgum börnum á liðnum árum enda er þetta níunda árið sem hann er starfræktur.
LLA hefur verið vinsæl afþreying fyrir börn og unglinga á öllum aldri. Áhersla er lögð á að byggja upp sjálfstraust, hugrekki og frumsköpun. Námskeiðin eru einnig góð skemmtun fyrir iðkendur og þarna hafa margir stigið sín fyrstu skref í sviðslistum sem leikarar og höfundar.
Hægt er að skrá sig inn vef Menningarfélags Akureyrar hér eða á vef Rósenborg.
Skólanum lýkur með sýningu í mars þar sem börnin/unglingarnir eru í aðalhlutverki og er opið fyrir fjölskyldu og vinum að koma og njóta. Nú á vorönn mun leiklistarskólinn heiðra 100 ára afmæli Leikfélags Akureyrar með því að vinna leikverk sem tengjast glæstri sögu félagsins. Skólinn hefst þann 16 janúar fyrir 5-10 bekk en 18. janúar hjá 3 . og 4. bekk.
Kennslan fer fram Menningarhúsi Hofi.