Líf og fjör í Hofi um helgina
Það verður aldeilis líf og fjör í Menningarhúsinu Hofi um helgina!
Á laugardaginn verða tvennir tónleikar af ABBA sýningunni Waterloo. Árið 1974 sigraði ABBA í Eurovision með laginu Waterloo. Það var í raun raun upphafið af því sem koma skildi því á næstu árum hristu þau fram úr erminni hvern slagarann á fætur öðrum eins og: SOS, Mamma Mia, Money, Money, Money, Knowing Me, Knowing You, að ógleymdri perlunni Dancing Queen. Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá sigrinum í Eurovision munu öll þessi lög ásamt fjölda annarra laga ABBA verða flutt í Hofi af einvala liði íslenskra söngvara og tónlistarmanna. Fyrri sýningin er klukkan 17 og sú síðari klukkan 21. Enn eru einhverjir miðar lausir á mak.is.
Á laugardaginn verður einnig opnuð myndlistarsýningin Forðabúr hjartans þar sem 43 félagar í Myndlistarfélaginu sýna saman. Sýningin opnar kl. 16 á laugardaginn. Öll velkomin. Sýningin stendur til 23. ágústs.
Á sunnudaginn fagnar DSA danslistskóli Akureyrar tíu ára afmæli með glæsilegri sýningu. Sýnt verður klukkan 12 og klukkan 14:30. Miðasala á mak.is