Lífsmunstur - sýningaropnun
Guðbjörg Ringsted - bæjarlistamaður Akureyrar
LÍFSMUNSTUR 2. febrúar - 1. maí
Opnun sýningarinnar verður laugardaginn 2. febrúar í Hofi kl. 15-17.
Guðbjörg Ringsted er fædd á Akureyri árið 1957. Eftir stúdentspróf (1977) lá leiðin í MHÍ, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og þaðan útskrifaðist hún úr grafíkdeild árið 1982. Hún vann við kennslu og myndlist af og til á árunum 1985–1997. Þá tók við tilraunastarfsemi með einþrykksmyndir þar sem ýmsar aðferðir voru prófaðar. En árið 2006 vann hún með teikningar sem hún sýndi í Populus Tremula árið 2007. Þá áttu blómamunstur allan hug hennar og sama ár sýndi hún akrýlmálverk í Gallerí Jónas Viðar með sama viðfangsefni.
Smám saman fara málverkin að vísa meira í íslensku útsaumsmunstrin af kvenþjóðbúningnum. Hér í Hofi halda munstrin áfram og hafa öðlast nýtt líf. Þetta er 26. einkasýning Guðbjargar.
Árið 2011 vann Guðbjörg Jólafrímerki og Jólaprýði fyrir Íslandspóst.
Sjá frekari upplýsingar á www.gudbjorgringsted.is