Fara í efni

Lights on the highway

Hljómsveitin hefur starfað frá árinu 2004 en meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir Kristófer Jenson, Agnar Eldberg, Karl Daði Lúðvíksson, Stefán Örn Gunnlaugsson og Þórhallur Stefánsson.

Hljómsveitin hefur sent frá sér tvær breiðskífur. Sú fyrri bar sama nafn hljómsveitarinnar og kom út árið 2005. Önnur plata sveitarinnar, Amanita Muscaria, kom út 2009 og var hún tilnefnd sem besta breiðskífa ársins fyrir Íslensku tónlistarverðlanin árið 2010.

Mörg lög þeirra drengja hafa ratað ofarlega á vinsældarlistum útvarpsstöðvanna. Þar ber helst að nefna lagið , Leiðin heim, sem var eitt af mest spiluðum lögum ársins 2010. Önnur lög sem hafa gert það gott á öldum ljósvakans má nefna , A little bit of Everything, She takes me home, Paperboat og svo nýlega Taxi sem drengirnir sendu frá sér í lok janúar á þessu ári.

Strákarnir eru nú í óða önn að undirbúa upptökur á sinni þriðju breiðskífu sem áætluð er að komi út seinnipart þessa árs.

Tónleikar hljómsveitarinnar hafa þótt skara fram úr. Metnaðarfullar lagasmíðar, þéttur samleikur og þríraddaður söngur gerir hljómsveitina einstaka á sínu sviði. Tónlistin þykir vera framúrstefnuleg en jafnframt melódísk í anda síðrokks sjöunda áratugarins.

Miðaverð aðeins 1.000 kr.

Til baka