Fara í efni

List án landamæra

Tónlistaratriði frá Fjölmennt

Þátttakendur á tónlistarnámskeiði Fjölmenntar koma fram undir stjórn Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur. Þátttakendur eru Birgitta Móna Daníelsdóttir, Birkir Valgeirsson, Davíð Brynjólfsson, Elma Stefánsdóttir, Erla Franklín, Grétar Sigtryggsson, Heiða Rósa Sigtryggsdóttir, Helgi Jóhannsson, Herborg Vilhjálmsdóttir, Karel Heiðarsson, Kristjana Larsen, Gunnlaug Óladóttir, Magnús Jóhannesson, Sveinn Bjarnason, Sveinn Skarphéðinsson og Esther Berg Grétarsdóttir.

Sýning Fjölmenntar í Hofi á vegum Listar án landamæra - Mjallhvít og dvergarnir sjö

Sýningin er unnin uppúr ævintýrinu um Mjallhvíti prinsessu sem allir þekkja.  Kóngur, drottning, Mjallhvít , dvergar og fleiri persónur koma þarna fram ljóslifandi.  Tíu leikarar spreyta sig í ýmsum hlutverkum... en þau eru tuttugu talsins.

Leikararnir eru:  Anna Ragnarsdóttir, Elma Stefánsdóttir, Heiðar Hjalti Bergsson, Jón Óskar Ísleifsson, Kristín Ólafsdóttir Smith, Kristín Björnsdóttir, María Dröfn Einarsdóttir, Nanna Kristín Antonsdóttir, Sölvi Rúnar Víkingsson og Vignir Hauksson.

Leikmyndina hefur leikhópurinn unnið að mestu , búninga og leikmuni, í umsjón leikstjóra.

Anna Helgadóttir er sögumaður og Skúli Gautason sér um tónlistina.

Leikstjóri er Saga Jónsdóttir.

BYKO  styrkti sýninguna með dúk í leikmynd, Hjálpræðisherinn hefur hjálpað okkur í sambandi við búninga , Leikfélag Akureyrar lánaði okkur  húsgögn og Guðmundur Ó. Guðmundsson hjálpaði við smíðar. Færum við þeim bestu þakkir fyrir.

 

Til baka