Fara í efni

Listviðburðaröð VERÐANDI í sumar í tilefni 10 + 1 afmæli Hofs

Listviðburðaröð VERÐANDI er haldin í tilefni af 10 + 1 árs afmæli Hofs og fer fram í sumar. Hátt í 30 umsóknir bárust, en styrkþegar þessa árs eru tíu talsins. Við Listviðburðaröðina bætast þrír styrkþegar VERÐANDI frá fyrra ári, sem frestuðust vegna heimsfaraldursins, og því er óhætt að segja að hún sé fjölbreyttari en áður og gefur fleira ungu fólki tækifæri til að koma fram á þeim framúrskarandi vettvangi sem Hof er.

 

Styrkþegar þessa árs eru:

 

Alexander Edelstein - Píanótónleikar Alexanders Edelstein

Diana Sus - Winter Lullabies og Summer Jazz

Einar Óli Ólafsson (iLo) - iLo tónleikar

Egill Jónsson - Ljónagryfjan

Guðný Ósk Karlsdóttir- Sönglög Sigfúsar Halldórssonar

Laufey S. Haraldsdóttir og Sólborg Valdimarsdóttir - Töfrandi heimur flyglanna

Ólöf Ósk og Arna Sif Þorgeirsdætur - Tveir vinstri fætur

Sólrún Svava Kjartansdóttir - Kammerhópurinn Bjargir

TOR - Tómleikar

Viktoría Sigurðardóttir - Söngleikurinn Fimm ár

 

Styrkþegar frá fyrra ári sem verða hluti af Listviðburðaröðinni:

Birkir Blær - Birkir Blær í Black Box

Halla Ólöf Jónsdóttir - Sönglög Jórunnar Viðar

Þóra Kristín Gunnarsdóttir - Gamlir og nýir tímar – Sónötur fyrir selló og píanó

 

Fyrsti viðburður í Listviðburðaröð VERÐANDI fer fram fimmtudaginn 27. maí kl 20 þegar píanóleikarinn Alexander Edelstein heldur einleikstónleika sína í Menningarhúsinu Hofi. Á tónleikunum, sem haldnir eru í tilefni af námslokum hans við Listaháskóla Íslands, mun Alexander spila Rachmaninoff Corelli variations og Beethoven sónötu op.10 no. 3 ásamt öðrum völdum verkum.

Allar nánari upplýsingar um Listviðburðaröð VERÐANDI má nálgast á mak.is

 

 

VERÐANDI er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningarfélags Akureyrar.

 

Til baka