LMA sýnir Gosa í Hofi
07.02.2024
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir söngleikinn um spýtustrákinn Gosa, eftir Karl Ágúst Úlfsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson, í Menningarhúsinu Hofi 8. mars. Söngleikurinn er stútfullur af flottum dansatriðum, glæsilegri tónlist og góðum boðskap.
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri (LMA) hefur sett upp sýningar ár hvert frá árinu 1936. Sýningar LMA einkennast af miklum hæfileikum, metnaði, glæsibrag og töfrum. Hér er á ferðinni metnaðarfull uppsetning þar sem hátt í 90 nemendur taka þátt í sýningunni hvort sem það er á sviðinu eða á bak við tjöldin.
Gosi lifnar við á ný í Hofi í leikstjórn Mörtu Nordal og tónlistarstjórn Þorvaldar Bjarna. Miðasala á mak.is