Fara í efni

Lokasýning um Páskana á Núnó og Júnía

Allra síðasta sýning á Núnó og Júnía er um páskana eða á fimmtudaginn 13. apríl. Núnó og Júnía hefur fengið frábærar viðtökur áhorfenda og góða dóma meðal gagnrýnanda. Við hvetjum alla sem eiga eftir að tryggja sér miða á sýninguna að gera það.

Núnó og Júnía er ný fjölskyldusýning og gerist í fjarlægri framtíð í landinu Kaldóníu.  Hinn ungi Núnó er mesta afreksmanneskjan í Kaldóníu og fyrirmynd allra íbúa landsins í hreysti og dugnaði. Í Kaldóníu er ekkert pláss fyrir þá sem ekki standa sig og falla ekki í mótið. Einn daginn hrynur veröld Núnós þegar hann uppgötvar að hluti af honum er orðinn ósýnilegur! Hann er hefur veikst af "Þokunni", hinni illvígu plágu sem ógnar Kaldóníu og íbúum þess.  Þá hefst ferðalag þar sem Núnó kynnist sjálfum sér og heiminum alveg upp á nýtt.

 

„Lífsstílsvæðing tilverunnar, endalaus samkeppni um að vera betri en náunginn og keppnisárátta mannkynsins fær aldeilis á baukinn í sýningunni“.

SJ, Fréttablaðið

 
„Gaman að fara á ungmenna sýningu sem sýnir listræna framsetningu. Mæli hiklaust með henni.“

SB, Kastljós

"Núnó og Júnía er afbragðs leikrit fyrir börn og unglinga"

ÁÞÁ, Vikudagur

 "Hér (er) unnið af sönnum metnaði og ástríðu sem er svo sannarlega vel sýnileg og til eftirbreytni. Það er fallegt og virðingarvert að Leikfélag Akureyrar ráðist í viðamikla frumsköpun af þessu tagi."

ÞT Mbl

Tryggðu þér miða hér.

Til baka