Fara í efni

Löng, fjölbreytt og skemmtileg helgi framundan

Framundan er löng, fjölbreytt og skemmtileg helgi hjá Menningarfélaginu. 

Allra síðustu sýningarnar af Chicago fara fram í Samkomuhúsinu og það er aðeins  einn miði laus þegar þetta er skrifað. Þetta hefur heldur betur verið skemmtilegt tímabil sem nú er að ljúka!

Í kvöld fer fram dansverkið Byrja (bíb) búið í Black box í Hofi. Verkið fjallar um kóreógrafíu hversdagsleikans og spyr, hver má hreyfa sig, hvernig, hvar og hvenær? Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI liststjóði sem er samstarfverkefni Akureyrarbæjar, Menningarhússins Hofs og Menningarfélags Akureyrar. Miðasala er í fullum gangi á mak.is. 

Á morgun, laugardag, opnar samsýningin 10+ í Hamragili í Hofi. Sýningin er í tilefni rúmlega tíu ára afmæli Kistu í Hofi en þar munu listakonur sýna sem verið hafa á vegi Katrínar Árnadóttur, eiganda Kistu, í gegnum tíðina. Opnunin er klukkan 14 en sýningin stendur til 22. maí. 

Á sunnudaginn vendum við okkar kvæði í kross en þá er komið að Íslandsmótinu í fitness. Um 40 keppendur stíga á svið og keppa í fitnessflokkum karla og kvenna, módelfitness, vaxtarrækt og sportfitness. Miðasala á mak.is. 

Eftir kröfugönguna 1. maí verður hátíðardagskrá í Hofi að venju. Kristín Konráðsdóttir, félagsmaður í Sameyki flytur ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna, Þórarinn Eyfjörð formaður Sameyki flytur hátíðarræðu en um skemmtidagskrána sér Bryndís Ásmundsdóttir auk þess Leikfélag Menntaskólans á Akureyri býður upp á söng og gleði. Kaffiveitingar að lokinni dagskrá. 

Til baka