Fara í efni

LÚKAS - SPUNASÝNING í Rýminu um helgina

LÚKAS - spunasýning verður sýnd í Rýminu fimmtudag, föstudag og laugardag næst komandi. Verkið var sett upp af Norðurbandalaginu síðast liðið sumar í samvinnu við LA og Akureyrarbæ. Leikstjórinn Jón Gunnar fékk til liðs við sig ungmenni úr skapandi sumarstörfum hjá Akureyrarbæ til að vinna að verkinu sem samanstendur af ótrúlegum sönnum sögum.  Sögum um manneskjur, hefnd og frið. Þekktasta sagan í verkinu er sagan um hundinn Lúkas sem týndist í kringum bíladaga árið 2007.  Fljótlega fóru að berast sögusagnir. Þjóðin sameinaðist í sorg og samhug og einn aðili var gerður að blóraböggli. Hann var dæmdur af samfélaginu, en hvað gerðist svo?

Til baka