Fara í efni

Maður sem heitir Ove í Samkomuhúsinu!

Menningarfélag Akureyrar og Þjóðleikhúsið taka höndum saman og færa einleikinn Maður sem heitir Ove á svið Samkomuhússins á Akureyri í janúar.

 Í sýningunni, sem hlaut einróma lof gagnrýnenda, fer Sigurður Sigurjónsson með hlutverk hins geðstirða Ove.Hér er á ferðinni bráðfyndið leikverk um sorg og gleði, einangrun og nánd, byggt á samnefndri metsölubók en leikstjóri sýningarinnar er Bjarni Haukur Þórsson.

Maður sem heitir Ove hefur slegið í gegn í Þjóðleikhúsinu og uppselt hefur verið á allar sýningar frá frumsýningu.  Sýningin er gestasýning Leikfélags Akureyrar og fagnar Menningarfélag Akureyrar samstarfinu við Þjóðleikhúsið sem gerir áhorfendum kleift að njóta þessara frábæru sýninga á fjölum Samkomuhússins snemma á næsta ári  dagana 13. og 14. janúar.  

Tryggðu þér miða á mak.is og á tix.is.

 

 

 

Til baka