Fara í efni

Opið málþing um 15 árangursríkar norrænar loftlagslausnir

Þann 19. janúar kl. 15  verður haldið opið málþing  þar sem fjallað verður um 15 árangursríkar norrænar loftlagslausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Málþingið verður haldið í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi. 

Markmiðið með málþinginu hér er að kynna niðurstöður rannsóknarinnar Green to Scale, læra af því sem gert er á Norðurlöndum í þessum efnum  með þeirri von að hugmyndir kvikni um það til hvaða aðgerða hægt er að grípa til að draga úr loftlagsbreytingum. Jafnframt að fá innsýn inní það hvaða aðferðum sveitarfélagið, stofnanir og fyrirtæki hér á Akureyri beita til þess að draga úr loftlagsbreytingum. 

Með því að beita 15 norrænum loftslagslausnum, sem þegar hafa sannað sig, geta ríki um allan heim dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 4 gígatonn á ári fyrir árið 2030, en það jafngildir losun Evrópusambandsins í dag. Kostnaðurinn við að útfæra þessar lausnir næmi niðurgreiðslum ríkja heims á jarðefnaeldsneyti í 9 daga.   Þetta sýna niðurstöður nýrrar norrænar rannsóknar (Green to Scale) sem kynnt var 16. nóvember á  loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP22) í Marrakech. Rannsóknin er samstarfsverkefni finnska nýsköpunarsjóðsins Sitra, Norænu ráðherranefndarinnar, og virtra rannsóknarstofnana á öllum Norðurlöndunum. Í verkefninu er eftirfarandi spurningu svarað: hvaða árangri má ná fyrir árið 2030 með því að beita um allan heim árangursríkum norrænum loftlagslausnum í sama mæli og þeim er nú beitt í a.m.k. einu Norðurlandanna. 

Nánari dagskrá máþingsins verður auglýst síðar í vikunni.

Málþingið er opið öllum og er í Hofi. 

Sambærilegt málþing verður haldið í Reykjavík þann 18. janúar í Norræna húsinu. Upplýsingar um þann fund má sjá hér.

Til baka