Mannakorn, Freddy Mercury og Schubert
ÚTGÁFU - OG YFIRLITSTÓNLEIKAR MANNAKORNA
MIÐASALA HAFIN
Mannakorn fagnar útgáfu nýjustu plötu sinnar með tónleikum í Hofi laugardagskvöldið 19. nóvember kl.
20
Nú í nóvember kemur út ný plata með hljómsveitinni Mannakorn, sú fyrsta síðan platan Von kom út árið 2008, en
hún naut mikilla vinsælda og seldist með miklum ágætum. Nú hafa þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson tekið upp nýja
plötu sem er fagnaðarefni því þetta samstarf hefur verið farsælt í rúm 30 ár.
Á nýju plötunni eru það fyrr lögin eftir Magnús, sungin af Pálma og söngkonunni Ellen Kristjánsdóttur sem hefur verið
órjúfandi partur af þessari hljómsveit um áratuga skeið, og nú þegar hefur nýtt lag af væntanlegri plötu notið vinsælda
á öldum ljósvakanna, lagið Á meðan sumar framhjá fer.
FREDDY MERCURY HEIÐURSTÓNLEIKAR - FORSALA HEFST Á FIMMTUDAGINN
Dáðasti rokksöngvari sögunnar Freddy Mercury lést 24.
nóvember 1991. Nú 20 árum síðar verður minning hans heiðruð með stórtónleikum í Hofi 18. nóvember nk. kl. 20.
Á meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum eru Matthías Matthíasson, Friðrik Ómar, Magni Ásgeirsson, Valur Hvanndal, Svenni
Þór og Hulda Björk Garðarsdóttir óperusöngkona.
Fimmtudaginn 29.september kl.13 hefst forsala á tónleikana og þá geta þeir sem eiga miða á afmælistónleika Friðriks Ómars um
helgina tryggt sér bestu sætin á Freddy Mercury tónleikana. Framvísa þarf miða á Friðriks Ómars tónleikana til að kaupa
miða í forsölu.
Almenn miðasala á Freddy Mercury tónleikana hefst á föstudaginn 30. september kl.13.
VETRARFERÐIN EFTIR SCHUBERT - MIÐASALA HEFST Á FIMMTUDAGINN KL.13
Kristinn Sigmundsson og Víkingur Heiðar Ólafsson flytja Vetrarferðina
eftir Franz Schubert á tónleikum í aðalsal Hofs, Hamraborg laugardaginn 3. desember, kl.15.
Kristinn og Víkingur hafa hvor um sig vakið athygli fyrir glæsilegan tónlistarflutning. Þeir komu í fyrsta sinn fram saman í júní
síðastliðnum. Þá fluttu þeir Vetrarferðina í Eldborgarsal Hörpu við húsfylli og hlutu einróma lof gagnrýnenda og
hrifningu tónleikagesta.
Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Hofs, www.menningarhus.is.
Miðasala Hofs er opin alla virka daga frá 13-19. Sími miðasölu:450 1000