Fara í efni

Mannakorn í Hofi - miðasala að hefjast

Nú í nóvember kemur út ný plata með hljómsveitinni Mannakorn, sú fyrsta síðan platan Von kom út árið 2008, en hún naut mikilla vinsælda og seldist með miklum ágætum. Nú hafa þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson tekið upp nýja plötu sem er fagnaðarefni því þetta samstarf hefur verið farsælt í rúm 30 ár. Mörg af lögum Mannakorna hafa skotið rótum í þjóðarsálinni og eru flest eign þjóðarinnar og má þar nefna t.d Einhversstaðar einhverntíma aftur, Gamli góði vinur, Ó Þú og Elska þig.

Á nýju plötunni eru það fyrr lögin eftir Magnús, sungin af Pálma og söngkonunni Ellen Kristjánsdóttur sem hefur verið órjúfandi partur af þessari hljómsveit um áratuga skeið, og nú þegar hefur nýtt lag af væntanlegri plötu notið vinsælda á öldum ljósvakanna, lagið Á meðan sumar framhjá fer. Platan lítur dagsins ljós í byrjun nóvember og þá eru fyrirhugaðir útgáfutónleikar, bæði í Reykjavík og Akureyri

Í bland við lögin á nýju plötunni munu þau flytja mörg af sínum bestu og þekktustu lögum.

Hljómsveitin

Mannakorn koma þar fram með hljóðfæraleikurum sem hafa spilað með hljómsveitinni undanfarin ár. Þeir eru, auk Pálma sem leikur á bassann og Magnúsar sem meðhöndlar gítarinn af sinni alkunnu snilld.

Eyþór Gunnarsson       
Píanó og hljómborð

Benedikt Brynleifsson  
Trommur

Stefán Már Magnússon
Gítar

Þórir Úlfarsson            
Pía
nó og hljómborð

Til baka