Fara í efni

Maxímús trítlar í tónlistarskóla

Tónlist getur hljómað örveikt og yndislega, skoppandi og skemmtilega og glansandi glæsilega svo  maður lyftist næstum á flug (Maxímús Músikús).

Maxímús gengur til liðs við hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og heimsækir nemendur Tónlistarskólans á Akureyri. Skyggnst er  inn í leyndardóma tónlistarheimsins þar sem alls konar leikhljóð, m.a. í líki skipsflautu, fuglasöngs og vængjasláttar auk ýmissa barnalaga og tónverka eru leikin. Því samhliða er sagan um Maxímús Músíkús sögð á líflegan hátt um leið og myndum af ævintýrum hans er varpað upp á tjald.

Verkið er byggt á bókinni Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann eftir Hallfríði Ólafsdóttur og Þórarin Má Baldursson sem myndskreytti en þess má geta að Þórarinn er fyrrum nemandi Tónlistarskólans á Akureyri.


Til baka