Menningarfélag Akureyrar óskar eftir að ráða markaðs- og kynningarstjóra
22.04.2024
Menningarfélag Akureyrar ses. óskar eftir að ráða markaðs- og kynningarstjóra.
Menningarfélag Akureyrar býður upp á skapandi og líflegan vinnustað í fjölbreyttu og skemmtilegu starfsumhverfi. Menningarfélagið samanstendur af Leikfélagi Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarhúsinu Hofi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með og ábyrgð á kynningar- og markaðsmálum Menningarfélagsins í samstarfi við sviðsstjóra og framkvæmdastjóra
- Framkvæmd og eftirfylgni birtinga- og markaðsáætlana
- Gerð og eftirfylgni kostnaðaráætlana
- Yfirumsjón með framleiðslu á markaðs- og kynningarefni ásamt textagerð
- Yfirumsjón með heimasíðu, samfélagsmiðlum, stafrænni markaðssetningu ásamt greiningu gagna
- Samskipti við fagaðila á sviði markaðsmála
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af markaðsstörfum
- Reynsla af stafrænni markaðssetningu og góð færni í að lesa og greina gögn
- Afar góð hæfni í textaskrifum á íslensku og ensku
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Geta til þess að vinna í teymi og undir álagi
- Hugmyndaauðgi, frumkvæði, skipulag og sjálfstæð vinnubrögð
- Drifkraftur og metnaður í starfi
Til þess að sækja um þarf að senda ferilskrá og umsóknarbréf á netfangið umsoknir@mak.is.
Umsóknarfrestur er til og með 12.05.2024. Umsjón með ráðningunni hefur framkvæmdastjóri, Eva Hrund Einarsdóttir.
MENNINGARFÉLAG AKUREYRAR