Fara í efni

Metaðsókn í Leiklistarskóla LA

Leiklistarskóli LA hefst mánudaginn 23. september. Aldrei hafa jafn margar umsóknir, eða 75 talsins, borist skólanum. Áherslan í náminu er á frumsköpun nemenda, radd- og líkamsbeitingu. Með þátttöku í náminu þjálfast nemendur í samvinnu, frumkvæði og skapandi hugsun þar sem hugur og líkami vinna sem eitt. Þar sem um helmingur nemenda hefur stundað nám við skólann í meira en eitt ár hvílir sú ábyrgð á forsvarsmönnum skólans að námið sé í sífelldri þróun og að nemendum sé boðið upp á fjölbreytt námskeið. 

Til baka