Fara í efni

Metnaðarfull dagskrá um helgina

Framundan er fjölbreytt og metnaðarfull dagskrá hjá Menningarfélagi Akureyrar um helgina. Í Hamraborg verður fullveldiskantatan „Út úr kofunum“ eftir Michael Jón Clarke frumflutt á laugardaginn í tilefni aldar afmælis fullveldisins. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Hymnodia styðja flutninginn með fulltingi nemenda úr tónlistarskólum á Norðurlandi en verkefnið hlaut styrk frá Akureyrarstofu, Tónskáldasjóði RÚV og Stefs, Tónskáldasjóði Bylgjunnar og Stöðvar 2 og er styrkt af Afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands. Miðar á viðburðinn rjúka út en enn er hægt að næla sér í miða á www.mak.is.

Sama dag mun Stúfur stíga á svið í Samkomuhúsinu þegar glænýja sýningin hans verður frumsýnd. Síðustu ár hefur Stúfur slegið í gegn með jólasýningarnar sínar sem sanna að hann er einstaklega músíkalskur, skáldmæltur, ráðagóður og uppátækjasamur sveinn. Stúfur mætir svo aftur á sviðið á sunnudaginn og vonandi sem flestar helgar fram að jólum en miðar fást á www.mak.is.

Á föstudaginn verður aukasýning af söngleiknum Kabarett í Samkomuhúsinu. Næstu sýningar verða milli jóla og nýjárs auk þess sem sýningar á nýju ári eru komnar í sölu á www.mak.is.

Það verður sem sagt í nógu að snúast bæði í Hofi og í Samkomuhúsinu um helgina og líklegt að sem flestir ættu að finna sér eitthvað við sitt hæfi.

Til baka