Fara í efni

Miðasala að hefjast á Frostrósir

Almenn miðasala á jólatónleika Frostrósa í Hofi hefst miðvikudaginn 10. október kl. 12 í Hofi og á menningarhus.is.

Forsala fyrir vini Frostrósa á Facebook og þá sem eru skráðir á póstlista Frostrósa hefst þriðjudaginn 9. október kl. 12 (einungis bókanlegt á vefnum).

Upplifum ógleymanleg augnablik á glæsilegum jólatónleikum Frostrósa 2012

Frostrósir hafa skapað sér fastan sess í jólaundirbúningi þúsunda landsmanna og er langvinsælasti tónlistarviðburður á Íslandi. Árið 2012 er okkar ellefta tónleikaár og ætlum við að gleðja ykkur með einstakri tónlistarveislu!

Frostrósir eru nú stærstu jólatónleikar í Evrópu. Þetta eru svo sannarlega spennandi tímar og við hlökkum til að sjá ykkur í desember.

Flytjendur: Þór Breiðfjörð, Greta Salóme Stefánsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Vala Guðnadóttir, Hera Björk Þórhallsdóttir, Ragnheiður Gröndal, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Stefán Hilmarsson, hljómsveit Frostrósa og kórar.

Stjórnandi: Árni Harðarson
Útsetningar: Karl O. Olgeirsson

Nánari upplýsingar á http://frostrosir.is/ og http://frostroses.com/

Jólin koma með Frostrósum – vinsælasta tónlistarviðburði á Íslandi!

Til baka