Miðasala hafin á Hárið
Sumarið er 1968, staðurinn er Central Park í New York.
Claud, saklaus sveitapiltur frá Oklahoma er á leið á herkvaðningaskrifstofuna til að ganga í herinn. Fram undan er stríðið í Víetnam. En á leið sinni í gegnum Central Park kynnst hann hippunum; Berger og fleirum úr Hár-genginu. Vinahópurinn hefur ákveðið að berjast gegn stríði og óréttlæti í heiminum með söng, ást og gleði.
Hárið er fyrsti stóri rokksöngleikurinn og hefur að bera mörg af þekktustu söngleikjalögum allra tíma, þar á meðal; Að eilífu, Blikandi stjörnur, Lifi ljósið og titillag verksins; Hár!
Markmið hópsins er að brosa, gleðjast, og láta ljósið skína!
Í Silfurtunglinu eru margir af bestu söngvurum landsins, og muna þau þenja raddböndin fyrir áhorfendur.
Hægt er að kaupa miða í sæti eða lautina en sama miðaverð er á báða staðina. Sætin eru umhverfis sviðið en ef þú pantar miða í lautina eru í þægindin í fyrirrúmi á teppum og púðum í nánd við leikarana og upplifir þannig hina sannkölluðu „Woodstock“ stemningu.
MAKE LOVE, NOT WAR
Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson
Leikmynd: R. Mekkín Ragnarsdóttir
Leikarar og söngvarar:
Berger: Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Claud: Matthías Matthíasson
Hud: Magni Ásgeirsson
Sheila: Jana María Guðmundsdóttir
Jeane: Erna Hrönn Ólafsdóttir
Dianne: Ólöf Jara Skagfjörð
Voffi: Pétur Örn Guðmundsson