Miðasala hefst í dag kl. 12
Miðasala á tónleikana Best of Jethro Tull hefst í dag 10. apríl kl. 12
Bandið mun bjóða aðdáendum upp á dagskrá sem nær yfir 45 ára feril sveitarinnar og kallast einfaldlega „Best of Jethro Tull.“ Á meðal laga sem flutt verða eru Aqualung, Locomotive Breath, Bouree, Budapest, Living in the Past og fleiri perlur. Tónleikar verða í Hofi á Akureyri 7. júní, í Höllinni í Vestmannaeyjum 8. júní og í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík 9. júní.
Eins og margir muna þá hélt Jethro Tull Ian Anderson tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í júní í fyrra, þar sem færri komust að en vildu. Þá var flutt tímamótaverkið Thick As A Brick, en Ian Anderson hefur undanfarið ár haldið ótal tónleika þar sem TAAB plöturnar eru fluttar í heild sinni og sveitin er þegar bókuð langt fram á næsta ár. Anderson mun hvíla sig að mestu frá því verki á þessum tónleikum og einbeita sér að öðrum gullmolum Jethro Tull.
Ian Anderson, leiðtogi sveitarinnar, er mikill áhugamaður um Ísland og nú vildi hann sjá enn meira af landinu. Jethro Tull/Ian Anderson hafa nokkrum sinnum áður komið fram á tónleikum á Íslandi og síðast seldust aðgöngumiðarnir upp samdægurs!
Aðdáendur eiga mikila tónlistarveislu í vændum. Það verður einstök upplifun að sjá band af þessari stærðargráðu spila í okkar frábæra tónleikasal Hamraborg í Hofi. Misstu ekki af einstakri kvöldstund þar sem þessir stórkostlegu tónlistarmenn flytja bestu lög Jethro Tull ásamt skemmtilegum sögum og spjalli á milli laga.
Miðasala Hofs s. 450 1000 og á vefnum.