Alvöru Menn eftir Glynn Nicholas og Scott Rankin hefur farið sigurför um heiminn frá því það var frumsýnt í Ástralíu árið 1999. Það er vinsælasta gamanleikrit Svíþjóðar í dag og er á leiðinni upp á West End í London í febrúar.
Verkið segir frá þeim Hákoni, Smára og Finni Snæ. Þeir eru allir háttsettir vinnufélagar en Guðmundur, eigandi fyrirtækisins tilkynnir þeim að þeir þurfi að fara á sólareyju til að endurskipuleggja fyrirtækið og það verði að reka einhvern. Ferðin verður því full af spennu, samkeppni og óvæntum uppákomum. Þeir þurfa að horfast í augu við lífshættulegar aðstæður jafnt sem sinn innri mann og má vart á milli sjá hvort er fyndnara.
Leikarar eru þeir Egill Ólafsson, Jóhann G. Jóhannsson, Gunnar Helgason (í stað Kjartans Guðjónssonar) og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Með þeim á sviðinu er píanóleikarinn snjalli Pálmi Sigurhjartarson sem leikur undir í lögunum auk þess að sjá um lifandi leikhljóð.
Leikstjórn: Gunnar Helgason
Leikarar: Egill Ólafsson, Jóhann G. Jóhannsson, Gunnar Helgason og Jóhannes Haukur Jóhannesson.
Nánari upplýsingar um sýninguna í miðasölu Hofs s. 450 1000 og hér.