Mikil aðsókn á leiklistarnámskeið fyrir fullorðna - skráning hafin á nýtt námskeið
Skráning er hafin á nýtt leiklistarnámskeið fyrir fullorðna en samdægurs fylltist á námskeiðið sem auglýst var fyrir helgi. María Pálsdóttir, skólastjóri Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar, er ánægð með viðbrögðin. „Það er frábært að sjá þennan áhuga og að sjálfsögðu setjum við annað námskeið á dagskrá. Nú erum við bara spennt að hitta þetta hugrakka fólk,“ segir María.
Dagsetningar fyrir nýja námskeiðið eru eftirfarandi:
mánudagur 22. mars 19:30-22
fimmtudagur 25. mars 19:30-22
mánudagur 29. mars 19:30-22
þriðjudagur 6. apríl 19:30 -22
fimmtudagur 8. apríl 19:30-22
Farið verður í skemmtilegar og krefjandi æfingar og leiki sem efla sjálfstraust, stækka þægindahringinn og virkja ímyndunaraflið. Svo verður líka myljandi gaman! María Pálsdóttir leikkona leiðir námskeiðið ásamt gestakennurum en 15 pláss eru í boði. Kennt verður í Deiglunni í Listagilinu eftirfarandi kvöld:
Verð 37.500 (um að gera að athuga hvort stéttarfélög niðurgreiði ekki svona uppbyggilegt námskeið).
Skráning fer fram á rosenborg.felog.is